Undirbúningsfundur fyrir ferð á Hvannadalshnjúk

Hér eru upplýsingar til þátttakenda í ferð FFA/FÍ á Hvannadalshnjúk um Hvítasunnu:

Undirbúningsfundur verður þriðjudaginn 30. maí kl. 20:00 í húsnæði FFA, Strandgötu 23.Ferðatilhögun:
Ekið á einkabílum austur í Öræfi föstudaginn 2. júní. og er gisting að eigin vali en bent er á tjaldstæðið við Flosalaug, Svínafelli. Áætlað er að leggja af stað frá Svínafelli kl. kl. 4:00 að morgni 3. júní. Ákveðið hefur verið að fara Sandfellsleið þar sem aðstæður á Virkisleið eru ekki heppilegar fyrir svo stóran hóp. Ekið verður að bílastæðinu við Sandfell og lagt af stað í gönguna kl. 4:15. Gera má ráð fyrir að gangan taki í heild um 14 klukkustundir.

Drykkir og nesti:
Drykkir: 2 lítrar. Mælt er með einum lítra af heitu, t.d. kakó eða te. Aðrir drykkir geta t.d. verið orkudrykkur eða ávaxtasafi. Nesti getur t.d. verið fjórar flatkökur með hangikjöti, einn kexpakki og súkkulaðistykki.

Útbúnaður fyrir gönguna:
 • Vandaðir gönguskór með góðum sóla.
 • Bakpoki, 35 til 45 lítrar
 • Mannbroddar. Mikilvægt er að stilla brodda á skó fyrir ferðina
 • Klifurbelti
 • Læst karabína
 • Ísöxi (gönguöxi, ca. 55-75 cm.)
 • Sólgleraugu
 • Skíðagleraugu
 • Sóláburður
 • Varasalvi með sólvörn
 • Jakki og buxur úr vind- og vatnsheldu öndunarefni
 • Flíspeysa og aukapeysa
 • Göngubuxur eða flísbuxur
 • Síð ullarnærföt
 • Húfa
 • Ullarvettlingar og Flíshanskar
 • Göngusokkar og sokkar til skiptanna
 • Legghlífar
 • Hælsærisplástur og sports-tape
 • Stillanlegir göngustafir (valkvætt)