Útgáfa af nýju gönguleiðakorti af Vaðlaheiði

Nýlega gaf Ferðafélag Akureyrar út nýtt gönguleiðakort af Vaðlaheiði.  Upphaflega gaf félagið út gönguleiðakort af Vaðlaheiði fyrir um átta árum síðan.  Nýja kortið er aukið og endurbætt, m.a. eru GPS punktar af öllum leiðunum á kortinu sem eru alls sjö talsins. Akureyrarbær styrkti útgáfu kortsins. 

Þann 16. janúar sl. afhenti Ferðafélagið Sigrúnu B. Jakobsdóttur bæjarstjóra Akureyrar fyrsta eintakið af kortinu.
Kortið fæst á skrifstofu FFA við Strandgötu á Akureyri og á upplýsingamiðstöð ferðamála í Hafnarstræti 82 á Akureyri.