Vefmyndavél í Laugafelli

Nokkrir vaskir sleðamenn frá Akureyri fóru í leiðangur síðastliðinn föstudag í Laugafell. Tilefnið var að setja upp vefmyndavél fyrir LÍV.  Kom það ferðalöngum á óvart hversu snjóalög voru góð þegar upp á hálendið var komið. Uppsetning vélarinnar gekk vel og fyrstu myndir farnar að birtast á veraldarvefnum.   Sú fyrsta er tekin kl. 08:00 og svo á þriggja tíma fresti til kl. 17:00 dag hvern. Slóðin er: http://liv.is/webcam/laugafell/