Frá Drekagili er stutt upp í Öskju sem er ein sérstæðasta náttúruperla landsins. Bílslóðir liggja frá Drekagili um Herðubreiðarlindir á hringveg nr. 1 á Mývatnsfjöllum og austur yfir Jökulsá í Kverkfjöll og Möðrudal. Einnig má aka suður fyrir Dyngjufjöll og á Sprengisandsleið eða norður um Dyngjufjalladal í Bárðardal og Mývatnssveit. Gönguleiðir liggja frá Drekagili vestur yfir Dyngjufjöll í Öskju og þaðan norðvestur yfir Jónsskarð að Dyngjufelli, skála FFA í Dyngjufjalladal. Einnig má ganga norður austan Dyngjufjalla í Bræðrafell þar sem FFA á samnefndan skála.
Staðsetning Drekagils (GPS): 65°02,52´N – 16°35,72´V
Vegalengdir að Drekagili:
Frá Reykjahlíð við
Mývatn: 125
km
Frá Nýjadal við Sprengisandsleið: 124 km
Frá Egilsstöðum:
199 km
Að panta gistipláss
í skálum FFA við Drekagil:
a) Að sumri: Hringja í landverði
í Herðubreiðarlindum (s. 854 9301) eða við Drekagil (s. 853 2541). Einnig má senda FFA tölvupóst á netfangið: ffa@ffa.is eða senda símbréf (fax): 462 7240, eða hringja
á skrifstofu FFA: s. 462 2720.
b) Að vetri má fá lykil að
skálum FFA við Drekagil með því að senda FFA tölvupóst eða hringja í formann FFA í s. 462 7866, e. kl. 19 á
daginn.
Gistigjöld:
a) Veturinn 2005 – 2006:
Nýi-Dreki: kr. 2.000,- (kr. 1.400,- f. félagsmenn).
Gamli-Dreki: kr. 1.800,- (kr. 1.300,- f. félagsmenn)
b) Sumarið 2006:
Nýi-Dreki: kr. 2.200,- (kr. 1.650,- f.
félagsmenn)
Gamli-Dreki: kr. 1.800,- (kr. 1.350,- f.
félagsmenn)
Hægt er að sjá myndir af nýja skálanum á myndasíðu.