Viðbótarferð 10. júlí: Seldalur við Öxnadal

Seldalur við Öxnadal 

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Árni Gíslason
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Trúlega hafa fáir farið þessa leið. Gengið er frá veðurathugunarstöð í Bakkaselsbrekku og eftir gönguslóðum niður að gamla Bakkaseli. Síðan er gengið eftir áreyrunum fram að hólmunum þar sem eru brattar brekkur meðfram gilinu. Á leiðinni er margt áhugavert að sjá í þessum eyðidal, s.s. gamlar tóftir, fossar og fleira og mun fararstjóri segja sögur af lífinu í dalnum. Þegar komið er á flatann innan við brekkurnar opnast útsýni inn dalinn, ármótin og fram yfir Þorbjarnartungur. Ætlunin er að fara að Lambánni og aftur til baka. Gott að hafa vaðskó með til öryggis. Hægt er að fara lengra inn dalinn ef aðstæður leyfa og vilji er til, þá bætast við einir 5 km. Þá þarf að vaða Lambána.
Vegalengd um 14 km. Hækkun 180 m. Göngutími 5-6 tímar.

Skráning