Um liðna helgi var farin vinnuferð í Dreka . Veðurspáin fyrir helgina var hagstæð því ákveðið að leggja á fjöll
Um liðna helgi var farin vinnuferð í Dreka .
Veðurspáin fyrir helgina var hagstæð því ákveðið að leggja á fjöll og lagt af stað frá AK upp úr kl. 16.00 6 menn
á tveimur bílum. Í Mývatnsveit bættist svo einn bíll í hópinn með tveimur
„Landrover-jöxlum“ úr Kinn . Gekk ferðin greiðlega til að byrja með komumst án vandræða
að Grafarlandaá og fórum þar yfir á ís. Þokkalegt færi að Lindarhrauni en þar var nokkur snjór og leiðinda færi. Gekk svo nokkuð
greiðlega að Herðubreiðartöglum en þaðan og í Dreka var mikill snjór og skelfilegt færi. Vorum við
3,5 klst að fara síðustu 11 km í Dreka og vorum komnir þangað 03.18 um nóttina. Þurftum að moka okkur inn
og þar tók við okkur -5°C innandyra svo kynding var rekin í gang og farið að sofa um kl. 5 en þá var
hitinn kominn 14°C. Laugardagur heilsaði með ágætu veðri og þá var hafist handa í snyrtihúsinu en
þar er verið að breyta fyrirkomulagi þannig vaskar verða færðir út af snyrtingum og settir í sér
rými sem er verið að útbúa. Fyrr í haust var einn veggur tekinn og annar færður til svo nú var
komið að því að halda áfram við að sparsla veggina. Einnig voru vaskar teknir niður gashitari færður
til svo nú er klárt fyrir lagnavinnu.
Í Nýja Dreka var skipt út öðru helluborðinu settar 4 hellur í stað tveggja og er þá hægt að elda í 6 pottum í
einu. Enduðum svo með grilli um kvöldið og farið snemma í háttinn því ekki náðist fullur svefn
nóttina áður. Sunnudagur heilsaði með sól og „bongó“ blíðu svo drifið var í
að klára verkefnalistann og bletta eina umferð í snyrtihúsinu. Kynntum svo vel í snyrtihúsinu fram að
hádegi en lögðum þá af stað heim og gekk það allt að óskum og vorum komnir til Akureyrar kl. 19.00
Myndir úr ferðinni er að finna á myndasíðu.