Í desember 2023 samþykkti stjórn FFA öryggisreglur fyrir ferðir og skála félagsins. Ferðafélag Akureyrar vill stuðla að öryggi í ferðum, í skálum og á tjaldsvæðum félagsins eins og kostur er. Til þess var gerð öryggisáætlun sem mikilvægt er að þátttakendur í ferðum og þeir sem gista í skálum og á tjaldsvæðum félagsins kynni sér. Þannig er reynt að tryggja öryggi allra í hvívetna.