Fararstjórar

Til baka

Ásrún Ösp Jónsdóttir

Fararstjóri

Ásrún er að mestu alin upp á Árskógsströnd en býr á Akureyri. Hún starfar sem ljósmóðir á HSN á Akureyri.  

Ásrún hefur gaman að því að tvinna saman útivist og samveru fjölskyldunnar og hefur hún ásamt manni sínum farið meira og meira í gönguferðir með börnin sín á sumrin og á skíði yfir veturinn. Haustið 2021 byrjaði Ásrún að starfa í nefnd um barna- og fjölskyldustarf hjá FFA og var ferðaáætlun um barna- og fjölskylduferðir fyrir árið 2022 fyrsta reynsla hennar af að starfa með FFA. Ásrún er fararstjóri í barna- og fjölskylduferðum hjá FFA.

Ef nefna á einhvern uppáhaldsstað kemur Þorvaldsdalur fyrst upp í hugann.