Fararstjórar

Til baka

Baldvin Stefánsson

Fararstjóri

Baldvin Stefánsson er fæddur og uppalinn á Akureyri, hann starfar sem aðstoðar-verslunarstjóri í Rúmfatalagernum á Akureyri. Baldvin hefur stundað útivist frá barnsaldri, aðallega í tengslum við stang- og skotveiði ásamt því að ganga á eitt og eitt fjall. Á undanförnum árum hefur útivistaráhuginn færst meira yfir í fjallgöngur, gönguskíði, hlaup og hjól. Eftir að hann kynntist gönguhópnum 24x24 hefur hann gengið með þeim í nokkur ár. Baldvin hefur skipulagt margar ferðir með Ragga Sverris í þeim hópi. Glerárdalurinn er eitt af uppáhalds göngusvæðunum, eins er markmið hjá honum að fara á Skólavörðuna einu sinni í viku. Annars heilla öll fjöll og ekki er verra ef þau eru yfir 1000 metrar á hæð.  

Baldvin hefur verið fararstjóri hjá FFA frá árinu 2020 en það ár fór hann í þrjár ferðir sem fararstjóri á vegum félagsins.