Fararstjórar

Til baka

Jón Marínó Ragnarsson

Fararstjóri

Jón Marínó Ragnarsson er fæddur á Akureyri 6. maí 1969, hann ólst upp í Þorpinu á Akureyri og hefur búið þar mest alla sína tíð.

Jón M hefur starfað sl. 40 ár sem kaupmaður í herradeildum JMJ og JOE´S á Akureyri auk þess að hafa þefað af fiski hjá ÚA og rótað í moldinni hjá Garðverki á unglingsárum.

Aðal áhugamál Jóns M eru alls konar skíðamennska. Hann æfði svigskíði til 17 ára aldurs og stóð sig afburða vel en síðan þróaðist áhuginn yfir í göngu- og síðar utanbrautarskíði svo og fjallapríl. Þá hefur Jón M alla tíð hjólað mikið sem barn og fram á fullorðinsár og nú seinni árin ferðast víða á rafhjólum ásamt konu sinni frú Þórunni. Útivist hvers konar og veiði hefur alla tíð átt hug Jóns. Þá er eftir að nefna að Jón veit fátt skemmtilegra en að umgangast fólk og er þá gjarnan gleðin í fyrirrúmi.

Jón hefur undanfarin ár verið aðstoðar fararstjóri í rafhjólaferðum til fjalla en sumarið 2025 fór hann sína fyrstu ferð sem aðal fararstjóri á rafhjólum upp að og í kringum Þeistareyki alveg stórkostlega ferð og stóð sig afburða vel sem er von hans og vísa.

Uppáhaldsvæði Jóns M eru nánast allar óbyggðir Ísland og fjöllin með.