Fararstjórar

Til baka

Jón Marinó Sævarsson

Fararstjóri

Jón Marinó Sævarsson er fæddur á Akureyri. Hann byrjaði mjög ungur í skátunum og ól aldurinn þar fram undir tvítugt. Í skátunum lærði hann að virða víðáttuna og friðsældina sem íslensk náttúra býður upp á. Síðan lá beinast við að ganga í björgunarsveit þar sem hann öðlaðist reynslu í ferða- og fjallamennsku í nær þrjá áratugi. Hann var í Hjálparsveit skáta á Akureyri þegar hún var starfrækt, Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Björgunarsveitinni Súlur. 

Hvort sem um er að ræða stuttar eða langar ferðir, að sumri eða vetri, gangandi eða á skíðum, nýtur Jón Marinó þess að hafa góða ferðafélaga með sér. Hann hefur skíðað óteljandi tinda og marga ónefnda, jafnvel bara vegna þess að brekkan lá svo vel. Síðustu árin hefur aðalstarf Jóns Marinós verið leiðsögn með erlenda gönguhópa um allt land, bæði sumar- og vetrarferðir. Hann útskrifaðist sem leiðsögumaður vorið 2019.

Jón Marinó situr í nefnd um hreyfihópa innan FFA. Hann byrjaði fararstjórn hjá FFA 2021 og þá með Fjallaskíðahóp FFA ásamt konu sinni Kristínu Irene Valdemarsdóttir. Árið 2022 voru þau með tvö fjallaskíðanámskeið hjá FFA.