Fararstjórar

Til baka

Leo Broers

Fararstjóri

Leo Broers er fæddur í Belgíu. Hann byrjaði leiðsögn í tjaldferðum fyrir belgíska hópa á Íslandi í kringum árið 2005. Þannig fékk hann að ferðast um allt Íslandi og varð fljótlega ástfanginn af landinu.

Leo stýrði mörgum gönguferðum um Fjallabaksleið, stundum í viku eða meira, með allt á bakinu og oft á mjög afskekktum stöðum, það varð til þess að hann féll fyrir gönguferðum.  

Hann flutti til Íslands 2013 ásamt eiginkonu sinni sem er einnig leiðsögumaður. Þrátt fyrir að þekkja Akureyri lítið ákváðu þau að flytja þangað og hafa aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Fjöllin, hafið og bærinn, hér er allt svo yfirþyrmandi. Þau eiga tvö börn sem eru fædd á Íslandi og þau fara mikið með þau í stuttar gönguferðir og í útilegur á sumrin. Þegar þau verða aðeins eldri verða þau vanin við lengri gönguferðir og að ganga um hálendið með foreldrunum. 

Leo hefur komið að fararstjórn hjá FFA í nokkur ár.