Sigurveig Árnadóttir
Jarðfræðingur í ferð í Bræðrafell
Sigurveig (Veiga) fluttist til Akureyrar 10 ára gömul þar sem hún gekk í grunn- og framhaldsskóla. Hún bjó í Reykjavík á meðan hún var í háskólanámi, fyrst við Listaháskóla Íslands og síðan við Háskóla Íslands í jarðfræði þaðan sem hún lauk mastersprófi árið 2008 og doktorsgráðu 2024 í sömu grein. Í doktorsverkefni sínu rannsakaði Sigurveig forna megineldstöð í Eyjafjarðardal sem kennd er við Torfufell. Við þá vinnu fór hún í ófáar gönguferðir um fjöll og firnindi til að kortleggja eldstöðina og safna sýnum úr henni til frekari skoðunar, efna- og aldursgreininga.
Sigurveig vann lengst af hjá Íslenskum orkurannsóknum, m.a. við jarðhitarannsóknir, jarðfræðikortlagningu og verkefnastjórn, en flutti sig yfir til Norðurorku árið 2024 þar sem hún starfar í dag sem verkefnastjóri rannsókna og viðhalds.
Sigurveig er áhugamanneskja um útvist og frá árinu 2018 hefur hún farið með erlenda ferðalanga í jarðfræðiferðir um Mývatnssveit. Hún fór eina jarðfræðiferð fyrir FFA í Villingadal sumarið 2023 og sumarið 2026 ætlar hún að fara fyrstu jarðfræðiferðina sem farin hefur verið í Bræðrafell.
Ómissandi í bakpokann:
Hamar, segulmælir, hallamál, stækkunargler, saltsýra, tommustokkur, vatnsheld minnisbók, blýantur, gps tæki, áttaviti, kaffibrúsi og sólgleraugu
Uppáhalds rannsóknar- og útivistarsvæði Sigurveigar:
Eyjafjörður, Villingadalur, Svarfdalur, Timburvalladalur, Hjaltadalur og Öxnadalur.