Sigurveig Árnadóttir

Sigurveig ÁrnadóttirSigurveig ólst upp á Akureyri frá 10 ára aldri. Æska hennar litaðist af útilífsþrá foreldranna sem drógu hana á eftir sér um fjöll og firnindi frá blautu barnsbeini og langt fram á unglingsaldur. Á fullorðinsárum hefur hún viðhaldið þeim góða sið að ganga á fjöll og sinnir gjarnan vísindastörfum í leiðinni. Hún er einlægur aðdáandi kulnaðra megineldstöðva og kann best við sig í hjarta hinnar fornu Torfufellseldstöðvar í Eyjafjarðardal en þar hefur hún eytt ófáum stundum undanfarin sumur við jarðfræðikortlagningu og -rannsóknir. 

Sigurveig starfar sem jarðfræðingur á Íslenskum orkurannsóknum á Akureyri og stundar doktorsnám í jarðfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur verið með sérfræðileiðsögn um jarðfræði Mývatnssvæðisins fyrir frönsku ferðaskrifstofuna Jóna Tours en hefur ekki áður starfað fyrir FFA.