Fararstjórar

Til baka

Steinunn Þórisdóttir

Fararstjóri

Steinunn er alin upp á höfuðborgarsvæðinu en rekur ættir sínar í sveit þar sem hún var mikið sem barn, núna er hún búsett í Hrolleifsdal í Skagafirði ásamt sambýlismanni sínum þar sem þau eru með hrossarækt. Í dag er hún aðstoðarleikskólastjóri á Sauðárkróki.

Steinunn hefur alltaf verið mikið náttúrubarn og dýravinur og er með menntun í náttúrunýtingu og búvísindum. Áhuginn liggur í öllu tengdu náttúru, dýrum, ferðalögum og útivist almennt. Ferðalög, gönguferðir, gönguskíði, sjósund, jóga, náttúruvernd og hvers kyns ræktun eru hennar áhugamál. Landslag, gróður og ferðalög hafa heillað Steinunni alla tíð og henni líður best þegar hún hleður batteríin úti í náttúrunni allan ársins hring, hvergi er meira frelsi að finna en þar.

Uppáhaldsstaðirnir hennar Steinunnar eru Borgarfjörður Eystri og Hornstrandir en á Hornströndum dvelur hún á hverju vori með FÍ við að standsetja vitann fyrir sumarið. Nokkrir aðrir staðir eiga sérstakan sess í hjarta hennar og má þar nefnd Súlur, Múlakollu, Staðarbyggðarfjall og Kaldbak.

Steinunn á tvær uppkomnar dætur sem taka æ meira þátt í fjallabröltinu með henni og þrjár stjúpdætur. Hún ferðast mikið með Marjolijn og ætla þær að vera saman með verkefni hjá FFA sumarið 2023 það heitir Ferðast með allt á bakinu og hefst í lok apríl.