Þóra Hjörleifsdóttir

Þóra HjörleifsdóttirÞóra ólst upp og býr í Eyjafjarðarsveit þar sem leikvöllurinn var í faðmi fallegra fjalla, sveitalíf og útivera.  Þóra er menntaður grunnskóla- og jógakennari, vinnur við Brekkuskóla og kennir jóga á Jódísarstöðum í Eyjafjarðarsveit. Hún hefur yndi af fjallgöngum og jóga sem er tilvalið að
blanda saman úti í náttúrunni. Það er einmitt það sem gert verður í námskeiðinu Göngur og jóga fyrir konur 60+ sumarið 2021 en það er fyrsta verkefnið sem Þóra tekur að sér fyrir FFA. Þóra stundar einnig gönguskíði, hlaup og hjólreiðar sem er góður hluti af útivistinni. 

Uppáhaldsgöngusvæði hennar eru fjöllin i Eyjafjarðarsveit sem hún heimsækir reglulega. Þóra byrjaði sem fararstjóri hjá FFA 2021 og þá með hópinn „Göngur og jóga fyrir konur 60+“ ásamt Herdísi Zophoníasdóttur.