Fararstjórar

Til baka

Þóra Hjörleifsdóttir

Fararstjóri

Þóra ólst upp og býr í Eyjafjarðarsveit þar sem leikvöllurinn var í faðmi fallegra fjalla, sveitalíf og útivera.  Þóra er menntaður grunnskóla- og jógakennari, vinnur við Brekkuskóla og kennir jóga á Jódísarstöðum í Eyjafjarðarsveit. Hún hefur yndi af fjallgöngum og jóga sem er tilvalið að blanda saman úti í náttúrunni. Þóra stundar einnig gönguskíði, hlaup og hjólreiðar sem er góður hluti af útivistinni. 

Uppáhaldsgöngusvæði hennar eru fjöllin i Eyjafjarðarsveit sem hún heimsækir reglulega. 

Ferðir sem Þóra verður með 2022: Blóma- og jógaferð í Leyningshóla ásamt Brynhildi Bjarnadóttur náttúrufræðingi.