Fararstjórar

Til baka

Þorlákur Axel Jónsson

Fararstjóri

Þorlákur Axel hefur langa reynslu af kennslu í menntaskóla og háskóla, er alinn upp í Húnavatnssýslu en býr á Akureyri. Hann hefur farið í göngur á hestbaki frá því yst á Skaga og suður í Kirkjuskarð í Laxárdal Syðri um árabil auk þess að ganga til rjúpna í flestum fjöllum á þessu svæði.  

Áhugamálin eru skógrækt, fjárheldar girðingar og umsýsla hrossabús.  

Þorlákur hjólar stundum í vinnuna og leggur stund á karlajóga.  

Sumarið 2022 ætlar Þorlákur að fara sína fyrstu ferð sem fararstjóri hjá FFA og er ferðin einmitt um hans heimahaga, Austur-Húnavatnssýslu þar sem hann leiðir göngu um Laxárdal.