Rafhjólaferðir 2023

 

Fjallahjólaferðir á rafhjóli með FFA 2023

 

9. júlí, sunnudagur
Timburvalladalur - Hjaltadalur: Fjallahjólaferð á rafhjóli   
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Stefán Sigurðsson.
Ekið fram í Timburvalladal með hjól. Ferðin hefst við Bakkasel í Timburvalladal. Hjólað yfir brú á Bakkaá og stefnan tekin á gangnamannaskálann Staupastein í Hjaltadal. Hjaltadalur er vel gróinn og umhverfið mjög fallegt. Þetta er ferð sem hentar þeim sem eru að byrja á rafmögnuðum fjallahjólum. Þeir sem eiga festingu fyrir hjól nota hana, aðrir geta fengið hjólin flutt á hjólakerru.
Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á hjólakerru fyrir þá sem þurfa.

SKRÁNING

20. ágúst, sunnudagur
Nípá í Út-Kinn-Náttfaravíkur. Fjallahjólaferð á rafhjóli
  
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Stefán Sigurðsson.
Ekið að Nípá í Út-Kinn með hjól á kerrum. Síðan er lagt upp frá Nípá, hjólað upp grófan jeppaslóða og bak við fjallið Bakranga. Leiðin liggur síðan að Purkánni, farið yfir hana á brú og endað talsvert fyrir ofan Náttfaravíkur. Mikið útsýni til austurs og suðurs. Á þessari leið eru sprænur sem hjóla/vaða þarf yfir. Þetta er ferð fyrir þá sem eru komnir með talsverða reynslu af rafmagnsfjallahjólum. Þar sem hækkun er talsverð í báða enda þarf að huga að rafmagnseyðslu. Þeir sem eiga festingu fyrir hjól nota hana, aðrir geta fengið hjólin flutt á hjólakerru.
Vegalengd alls 37 km. Hækkun um 1000 m.
Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á hjólakerru fyrir þá sem þurfa.

Þeim sem hentar betur að mæta beint á upphafsstað (Nípá í Út-Kinn) er bent á að hafa samband við skrifstofu FFA varðandi greiðslu. Skrifstofan er opin virka daga kl. 14:00-17:00. Netfang: ffa@ffa.is / sími: 462 2720

SKRÁNING

10. september, sunnudagur
Flateyjardalur: Fjallahjólaferð á rafhjóli 
Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum eða jepplingum) frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Stefán Sigurðsson.
Ekið er að Þverá í Dalsmynni og farinn Flateyjardalsvegur niður Almannakamb. Þaðan er svo hjólað norður að sjávarkambi neðan Brettingsstaða en kamburinn er ófær öllum farartækjum nema fjórhjóladrifnum bílum. Á leiðinni til sjávar er hjólaður jeppaslóði sem sums staðar er talsvert grýttur. Hjóla þarf yfir tólf lítil vatnsföll, læki og smásprænur.
Vegalengd alls 42 km. Óveruleg hækkun er á þessari leið.
Þeir sem eiga festingu fyrir hjól nota hana, aðrir geta fengið hjólin flutt á hjólakerru.
Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á hjólakerru fyrir þá sem þurfa.

Þeim sem hentar betur að mæta beint á upphafsstað (Þverá í Dalsynni) er bent á að hafa samband við skrifstofu FFA varðandi greiðslu. Skrifstofan er opin virka daga kl. 14:00-17:00. Netfang: ffa@ffa.is / sími: 462 2720

SKRÁNING