Rafhjólaferðir 2022

 

Fjallahjólaferðir á rafhjóli með FFA 2022

Sumarið 2022 býður Ferðafélag Akureyrar í fyrsta skipti upp á fjallahjólaferðir á rafhjóli. 

17. júlí 2022
Timburvalladalur - Hjaltadalur. Fjallahjólaferð á rafhjóli  
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Stefán Sigurðsson
Ekið fram í Timburvalladal með hjól á kerrum. Ferðin hefst við Bakkasel í Timburvalladal. Hjólað yfir brú á Bakkaá og stefnan tekin á gangnamannskálann Staupastein í Hjaltadal. Hjaltadalur er vel gróinn og umhverfi mjög fallegt. Þetta er ferð sem hentar þeim sem eru að byrja á rafmögnuðum fjallahjólum. Vegalengd 36 km. Hækkun 250 m.

Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á sérhönnuðum kerrum.

 

21. ágúst 2022
Nípá í Út-Kinn-Náttfaravíkur. Fjallahjólaferð á rafhjóli 
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Stefán Sigurðsson
Ekið að Nípá í Út-Kinn með hjól á kerrum. Lagt er síðan upp frá Nípá og hjólað upp grófan jeppaslóða og bak við fjallið Bakranga. Síðan liggur leiðin niður að Purkánni og farið yfir hana á brú. Þaðan liggur slóðin norður og endar á brekkubrún talsvert fyrir ofan Náttfaravíkur. Mikið útsýni til austurs og suðurs. Á þessari leið eru sprænur sem hjóla/vaða þarf yfir. Þetta er ferð fyrir þá sem eru komnir með talsverða reynslu af rafmagnsfjallahjólum. Þar sem hækkun er talsverð í báða enda þarf að huga að rafmagnseyðslu. Vegalengd alls 37 km. Hækkun um 1000 m.

Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á sérhönnuðum kerrum.

Þeim sem hentar betur að mæta beint á upphafsstað (Nípá í Út-Kinn) er bent á að hafa samband við skrifstofu FFA varðandi greiðslu. Skrifstofan er opin virka daga kl. 14:00-17:00. Netfang: ffa@ffa.is / sími: 462 2720

 

11. september 2022
Svartárkot - Suðurárbotnar. Fjallahjólaferð á rafhjóli 
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Stefán Sigurðsson
Ekið að Svartárkoti í Bárðardal með hjól á kerrum. Lagt upp frá Svartárkoti og hjólað til suðurs eftir ágætum jeppaslóða um mólendi suður með Suðurá en eftir 7 km er hjólað inn á aflagðan jeppaslóða sem liggur í gegnum hraun og síðast úfið hraun. Endað í Botna sem er skáli FFA. Þessi leið er heldur betur fyrir augað, mikil fjallasýn og svo er magnað að sjá hvernig vatnið þrýstist undan hrauninu og myndar ána. Vegalengd alls um 30 km. Hækkun óveruleg.

Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á sérhönnuðum kerrum.

Þeim sem hentar betur að mæta beint á upphafsstað (Svartárkot í Bárðardal) er bent á að hafa samband við skrifstofu FFA varðandi greiðslu. Skrifstofan er opin virka daga kl. 14:00-17:00. Netfang: ffa@ffa.is / sími: 462 2720