Fjallahjólahópur hjá FFA

Fjallahjólahópur FFA sumar 2022 - Í léttari kantinum

SKRÁNING

Vantar þig grunninn til að geta notið fjallahjólreiða á eigin spýtur eða félagsskapinn til að koma þér af stað á hjólinu? Þá er þessi fjallahjólahópur fyrir þig, námskeið sem allir geta tekið þátt í og fínt start á hjólasumrinu.

Dagskráin byggist upp á fimm skiptum; fjórir fimmtudagar (kl. 18) og einn laugar- eða sunnudagur (kl. 9). Sjá nánar hér.

Þátttakendur fá grunnfræðslu um þann búnað sem er nauðsynlegur í fjallahjólreiðum og helsta viðhald á hjólinu og einnig tilsögn um hvernig best er að beita sér á hjólinu við mismunandi aðstæður. Kannaðar verða vinsælar fjallahjólaleiðir á Akureyri og í nágrenni og byrjað á leiðum sem ættu að vera á allra færi. Gott utanumhald verður um hópinn og góð upplýsingagjöf í gegnum fésbókarsíðu.

Eftir námskeiðið ætti fólk að vera tilbúið að fara í fjallahjólaferðir á eigin vegum eða taka þátt í Fjallahjólahópi FFAFörum lengra (sjá nánar hér) og í öðrum hópum.

Verkefnið hefst 2. júní og því lýkur 3. júlí. 

Umsjón með verkefninu hafa Unnur Ósk Unnsteinsdóttir og Guðrún Elísabet Jakobsdóttir. Þær eru jafnframt fararstjórar í ferðum auk Sigfríðar Einarsdóttur. Fyrirspurnum má beina til Unnar eða Guðrúnar; unnsteinsdottir@gmail.comgejako@visir.is eða í síma 8697088. Fyrirspurnir er einnig hægt að senda á netfangið formadur@ffa.is

Skráningu lýkur 27. maí og verkefnið hefst 2. júní. Skráningarhnappur er neðst á síðunni.

Lámarksfjöldi þátttakenda er 12 manns og hámarksfjöldi er 20 manns.

Verð: 18.000 kr. fyrir félaga í FFA eða FÍ, sama verð fyrir maka. Fyrir aðra bætist félagsgjald FFA við sem er 8.900 kr. Greiða þarf námskeiðið þegar skráningu lýkur; krafa verður stofnuð í netbanka.

ATH. Með félagsskírteini FFA fæst afsláttur í mörgum sportvöruverslunum s.s. Skíðaþjónustunni og Útivist og sport. Sjá nánar á Gerast félagi í FFA, þar er hægt að skrá sig í félagið. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð. FFA tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilstryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.

SKRÁNING

Stutt myndbandskynning síðan 2021