Ferðaáætlun 2014 Fjall mánaðarins

Veldu mánuð: Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Janúar

Þingmannahnjúkur – Leifsstaðafell. Gönguferð skorskor Fjall(fjall mánaðarins)
25. janúar. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri:  Stefán Sigurðsson
Verð: kr. 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að Eyrlandi og genginn Þingmannavegurinn upp í heiðina og upp á Þingmannahnjúkinn og áfram á Leifsstaðafjall ef aðstæður leyfa. Vegalengd samtals 8 km. Gönguhækkun 680 m.

Febrúar

Miðhálsstaðaháls. Gönguferð skorskorFjall(fjall mánaðarins)
22. febrúar. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri:  Karl Stefánsson 
Verð: kr. 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið er frá Miðhálsstaðarskógi, suður og upp á Saðartunguháls. Þaðan niður sömu leið. Leiðin mjög auðfær. Vegalengd samtals 8 km. Gönguhækkun 450 m.

Mars

Hamraborg. Gönguferð  skorskorFjall(fjall mánaðarins)
22. mars. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson
Verð: kr. 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að Öngulstöðum og að sumarhúsinu Seli. Þaðan er gengið um Háuborg og upp Öxlina og að Haus. Áfram haldið um Litlaskarð og upp á Hamraborgina. Þaðan er gott útsýni til allra átta.
Vegalengd 6 km. Gönguhækkun 650 m.

Apríl

Kaldbakur. 1173 m. Skíða- eða gönguferð  skorskorskorFjall(fjall mánaðarins)
12. apríl. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Verð: kr. 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Kaldbakur er fjall Eyjafjarðar með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands. Hann er talinn vera ein af orkustöðvum Íslands og ferð upp á hann er ógleymanleg lífsreynsla. Þar er stór landmælingavarða hlaðin af dönsku landmælingamönnunum árið 1914.

Maí

Súlur. 1143 m. skorskorskorFjall(fjall mánaðarins)
1. maí. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Konráð Gunnarsson 
Verð: Frítt. 
Árleg ferð FFA á bæjarfjall Akureyrar. Gengið er eftir merktri og nokkuð auðveldri gönguleið á fjallið. Af Súlum er afar fallegt útsýni.

Júní

Stórihnjúkur á Hlíðarfjalli. skorskorFjall(fjall mánaðarins)
7. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Einar Brynjólfsson
Verð: kr. 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að Skíðastöðum og gengið þaðan á fjallið.

Júlí

Bangsahnjúkur. skorskorskorFjall (fjall mánaðarins)
12. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.  
Fararstjóri: Konráð Gunnarsson
Verð: kr. 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Farið með einkabílum í Héðinsfjörð. Gengið frá bílastæðinu upp Möðruvallaskál á Bangsahnjúk (890m), þaðan á Þverfjall (927 m) og Vatnsendafjall  -  Töff leið !

Ágúst

Karlsárfjall.skorskorskor Fjall(fjall mánaðarins)
16. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Konráð Gunnarsson
Verð: kr. 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá bænum Karlsá og upp suðurhrygg Karlsárfjalls.
Gönguhækkun 450 m.

September

Kötlufjall. 980 m. skorskorskorFjall (fjall mánaðarins)
20. september. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Karl Stefánsson
Verð: kr. 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá Syðri-Reistará, upp Reistarárskarð, þaðan til norðurs á Kötlufjall. Síðan er gengið niður svokallaðar Gvendarbrekkur að Stærra-Árskógi.

Október

Núpufellshnjúkur. skorskorFjall(fjall mánaðarins)
4. október. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Friðbjörn B Möller
Verð: kr. 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá bænum Hrísum og upp hryggin á toppinn.

Nóvember

Hálshnjúkur við Vaglaskóg. 627 m. skorskorFjall (fjall mánaðarins)
1. nóvember. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri:  Grétar Grímsson
Verð: kr. 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið er í Vaglaskóg og að Efri-Vöglum þar sem gangan hefst. Gengið er upp hlíðina eftir stikaðri leið og á Hálshnjúkinn þar sem frábært útsýni er yfir Fnjóskadalinn og Ljósavatnsskarðið.
Farið er sömu leið til baka. Göngubúnaður miðist við færi og aðstæður.

Desember

Draflastaðafjall. 734 m. skorskorFjall(fjall mánaðarins)
6. desember. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Gunnar Halldórsson
Verð: kr. 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá bílastæði efst á Víkurskarði og upp á fjallið, notið útsýnis og genginn góður hringur á fjallinu.
Þetta er frekar létt ganga við flestra hæfi.