- 25 stk.
- 31.07.2011
20110730 Kerling Sjötindar
Ekið var inn að Finnastöðum þar sem 22 manna hópur lagði af stað upp á Kerlingu. Veður var með ágætum 15 stiga hiti logn en skýað. Þegar upp á Kerlingu kom vorum við kominn upp í skýin svo útsýnið var ekkert þaðan en það átti eftir að batna. Allur hópurinn ákvað að ganga til Akureyrar eftir tindunum. Búið var að sigra Kerlingu þá voru eftir Hverfandi, Þríklakkar, Bóndi, Stórikrummi, og svo Súlurnar syðri og nyðri. Ekki vafðist það fyrir þessum hressa hóp. Fararstjórar voru Frímann Guðmundsson og Sigurlína (Lína) Jónsdóttir.