- 31 stk.
- 14.08.2011
20110813 Herðubreiðargangan 12-13 ágúst 2011. Ekið var í Herðubreiðarlindir í ágætu veðri að kvöldi 12 ágúst með stoppi í Tumba á leiðinni. Morguninn eftir var komin þoka niður undir rætur á Herðubreið strax kl 5. Ekið var upp í Öskjuop og gengið inn að Víti og Knebelsvörðu. Eftir hádegismat í Dreka var ekið að Svartá við Vaðöldu og gengið með Svartá miður að Jöklsá og fossarnir í Svartá skoðaðir. Síðan var ekið heim á laugardagskvöldi í norðan súld. Þátttakendur 21. Fararstjórar Ingvar Teitsson og Frímann Guðmundsson sem tók myndirnar.