- 24 stk.
- 12.02.2012
20120211 FFA efndi til þorrablótsferðar í Fjallaborg við Rauðuborgir 11. - 12. feb. 2012. Ekið var á einkabílum austur á Mývatnsfjöll og gengið þaðan á skíðum um 8 km suður í Fjallaborg. Veður var gott en skíðafæri hart. Farið var í kvöldgöngu að skoða tvo eldri kofa við Rauðuborgir. Síðan var haldið þorrablót með söng, upplestri, leikjum og áti og drykk um kvöldið. Daginn eftir var gengið sömu leið norður að þjóðvegi 1. Veður var þá ágætt, hlý suðvestan gola og sól annað veifið. Þátttakendur voru 10, fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.