- 57 stk.
- 24.06.2013
20130621 Múlakolla
F.F.A. fór sína árlegu sumarsólstöðugöngu á Múlakollu föstudaginn 21.júní. Við lögðum af stað frá skrifstofu F.F.A. kl 19:00 þátttakendur voru fjórtán. Veðrið var gott , smá þoka til fjalla. Við gengum upp frá Brimnesi í Ólafsfirði um átta leytið létt í spori. Það var smáþoka í 6-7oo m hæð. Þegar við komum upp á fremstu kolluna gengum við upp í sólina. Útsýnið var frábært og fjallatopparnir gægðust upp úr allt vestur til Stráka við Siglufjörð. Við vorum uppi um miðnætti og nutum veðurbíðunnar og gengum um toppana. Ferðin gekk vel í alla staði og allir hressir og kátir með ferðina.
Ég þakka göngufélögum mínum fyrir skemmtilega og ánægjulega ferð.
Bestu kveðjur:
Gunnar Halldórsson fararstjóri.