- 12 stk.
- 21.07.2013
Dagana 18.-21. júlí 2013 var gönguleiðin frá bílastæðinu við Heimari-Hlífá upp á Súlur stikuð upp á nýtt og sett ný skilti við bílastæðið og prílan á girðingunni sunnan og ofan bílastæðisins lagfærð. FFA stikaði þessa leið upphaflega 1991 en flestar þær stikur voru orðnar úr sér gengnar. Þessi gönguleið FFA á Súlur er mjög fjölfarin og vinsæl yfir sumarið. Gönguleiðanefnd FFA sá um þessar merkingar. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.