Dreki

Dreki
Gistipláss
Samtals 55 manns
Staðsetning
Hálendið
Gjaldskrá
4.500/9.000 kr.
GPS staðsetning:
N 65°02.520 – W 16°35.720
Hæð yfir sjávarmáli
780 m
Aðgengi
Á jeppum
Skálavörður

BÓKA SKÁLANN

Staðsetning: Skálarnir í Dreka standa við Drekagil, austan Dyngjufjalla sem umlykja Öskju. Drekagil er í 8 km akstursfjarlægð frá Vikraborgum, þaðan sem gengið er 2,5 km inn að Víti og Öskjuvatni. Frá Drekagili er 19 km akstur að Holuhrauni.


Lýsing á skála: Við Drekagil á Ferðafélag Akureyrar fjögur hús með gistirými fyrir 55 manns, 40 í Nýja Dreka og 15 í Gamla Dreka. Í skálunum er olíuupphitun, gashellur og eldhúsáhöld. Við skálana er góð hreinlætisaðstaða og sturtur í sér snyrtihúsi.

Gott tjaldstæði er á svæðinu, snyrtiaðstaða með sturtu.

Gæsla: Skálaverðir eru í skálanum frá miðjum júní fram í september.

Gönguleiðir í umhverfi skálans: Nokkrar stikaðar leiðir eru í í nágrenni skálans. Stutt er í Öskju og þar eru gönguleiðir. Landverðir á svæðinu eru með fastar fræðslugöngur við Öskju alla daga kl. 13. 

Í byggingu er aðstöðuhús fyrir tjaldgesti, göngu- og hjólafólk auk lausaumferðar. Áætlað er að taka húsið í notkun seinni hluta sumars 2022. Í húsinu verður góð aðstaða fyrir fólk til að elda og þurrka fatnað. Á efri hæð hússins er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir rútubílstjóra og fararstjóra.

Byggingarsaga: Gamli Dreki var byggður 1968 og hefur verið skálavarsla þar síða 1986. 2001 var byggt veglegt snyrtihús í Drekagili og 2005 var nýi Dreki tekinn í notkun. Nýtt skálavarðarhús var svo tekið í notkun 2007 og nefnt Fjólubúð eftir Fjólu Kristínu Helgadóttur sem var skálavörður í Drekagili um árabil.

Umfjöllum Hringbrautar um Dreka er hægt að sjá hér.

Bóka skálann

Aðstaða í/við skála
Staðsetning lykla
Á staðnum
Símanúmer
841-5696 / 822-5190. Tetra: 641-0040