- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
- Umsagnir
Á þessa síðu langar okkur til að fá umsagnir þeirra sem ferðast hafa með FFA, dvalist í skálum félagsins eða starfað með félaginu á einn eða annan hátt.
Formaður FFA tekur við þeim á netfanginu formadur@ffa.is
Herðubreiðarlindir-Bræðrafell-Askja 2024
Herðubreiðarlindir-Bræðrafell-Askja 2024:
Það er alltaf gaman þegar eitthvað kemur manni á óvart. Þegar ég ákvað að fara í Bræðrafellsferðina með Ferðafélagi Akureyrar bjóst ég við góðri fararstjórn og skemmtilegum ferðafélögum og göngu yfir hraunbreiður með útsýni til Drottningarinnar, Herðubreiðar. Þetta gekk allt eftir. En til viðbótar kom mér tvennt mjög á óvart. Hið fyrra var hversu einstakt Bræðrafellið var. Frá skálanum sjást drangar (bræðurnir) sem fellið dregur nafn sitt af en þegar gengið er kringum fellið koma í ljós margir fleiri “bræður” sem breytast eftir sjónarhorninu. Þarna má finna furðulega karla og kerlingar, jafnvel fíl ef vel er gáð. Hið seinna var að upplifa þessa djúpu öræfakyrrð. Við vorum þarna í logni svo engin veðurhljóð heyrðust. Þögnin var algjör! Ólýsanlega dýrmæt upplifun.
Elín Sigurbjörg Jónsdóttir
Hreyfiverkefni
Þessi tvö hafa verið með í mörgum hreyfiverkefnum síðan þau hófust 2020. Þau bíða spennt á hverju vori eftir að vita hvort það verði hreyfiverkefni. Þetta segja þau um reynslu sína af því að vera með í þessum verkefnum eftir að hafa skráð sig í hreyfiverkefnið Komdu út og á fjöll sem hefst í maí 2025..
"Fararsstjórar og félagsskapur sem virkilega smita útivistargleði - alltaf gætt að því að öllum líði vel í hópnum - alltaf búið að kanna aðstæður og undirbúa vel - flott að læra á fatnað og búnað - gaman að kynnast nýjum leiðum í nánasta umhverfi - gaman að fatta að fjallganga getur líka átt sér stað síðdegis eftir vinnu. Þetta þarf ekki að vera flókið - gaman að finna þrek, færni og þor eflast - ótrúlega skemmtilegt fólk og uppspretta vináttu".
Gróa og Dóri
Ferðasögur
Á heimasíðu FFA eru nokkrar skemmtilegar ferðasögur sem þátttakendur hafa skrifað í gegnum árin. Sumar eru gamlar og aðrar nýrri.
Sjá á þessum tengli Ferðasögur
Umsagnir úr Botna og Dyngjufelli 2024