Afmælisraðganga FFA sumarið 2021

Á árinu 2021 eru 85 ár síðan Ferðafélag Akureyrar var stofnað. Af því tilefni verður raðganga með sögulegu ívafi frá Akureyri yfir í Mývatnssveit í fjórum áföngum, fjóra sunnudaga frá lokum júlí og fram í ágúst. Þetta eru tiltölulega léttar göngur og er erfiðleikastigið metið 1-2 skór (sjá lýsingu á hverri ferð). Rúta verður í öllum ferðunum. Fararstjórarnir þekkja allir vel til þeirra staða sem þeir ganga. Verð í hverja göngu: 6.500 fyrir félagsmenn og maka og 8.000 fyrir aðra. Innifalið: Rúta, fararstjórn og leiðsögn.

Þátttakendur sem ljúka öllum göngunum fjórum fá viðurkenningarskjal.

1. áfangi: Sunnudaginn 25. júlí: Akureyri-Fnjóskadalur.
Brottför kl. 09.00 frá FFA, Strandgötu 23. Ekið á einkabílum að bílastæði við Akureyrarflugvöll að vestan. Gengið austur yfir brýrnar á Eyjafjarðará upp Sprengibrekku, yfir Bíldsá og austur á Bíldsárskarð. Staðkunnugur fararstjóri segir frá ýmsu áhugaverðu á leiðinni. Þegar í Bíldsárskarð er komið sést vel yfir Eyjafjörð og tilvalið að taka góða sögustund. Síðan er fylgt greiðum götum niður í Fnjóskadal að Grjótárgerði. Rúta sækir hópinn þangað.
Vegalengd: 14 km, lóðrétt hækkun: 640 m. Áætlaður ferðatími: 5-7 klst.
Fararstjórn og leiðsögn: Ólafur Kjartansson.
Verð: 6.500 fyrir félagsmenn og maka og 8.000 fyrir aðra. Innifalið: Rúta, fararstjórn og leiðsögn.

Skráning

2. áfangi: Sunnudaginn 8. ágúst: Gengið fram Fnjóskadal.
Brottför kl. 09.00 í rútu frá FFA, Strandgötu 23. Ekið að eyðibýlinu Grjótárgerði í Fnjóskadal og gengið þaðan fram Fnjóskadal. Staðkunnugir fararstjórar segja frá ýmsu áhugaverðu en dalurinn á mikla sögu og tilvalið að taka góða sögustund af og til á leiðinni. Hjá Illugastöðum er haldið austur yfir Fnjóská og síðan gengið inn dalinn austan ár að eyðibýlinu Sörlastöðum. Þangað sækir rútan hópinn. Vegalengd: 11 km, lóðrétt hækkun: 90 m. Áætlaður ferðatími: 5-6 klst.
Fararstjórn og leiðsögn: Ósk Helgadóttir og Hermann R. Herbertsson.
Verð: 6.500 fyrir félagsmenn og maka og 8.000 fyrir aðra. Innifalið: Rúta, fararstjórn og leiðsögn.
Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur og eins metra fjarlægð, gæta hreinlætis og hafa handspritt og grímur meðferðis.

Skráning

3. áfangi: Sunnudaginn 15. ágúst: Gengið úr Fnjóskadal austur í Bárðardal.
Brottför kl. 08.00 í rútu frá FFA, Strandgötu 23. Ekið austur í Fnjóskadal að eyðibýlinu Sörlastöðum. Gengið þaðan austur yfir Hellugnúpsskarð að Stóruvöllum í Bárðardal og að brúnni yfir Skjálfandafljót. Þangað sækir rúta hópinn. Staðkunnugir fararstjórar segja frá ýmsu áhugaverðu á leiðinni yfir í Bárðardal.
Vegalengd: 14 km, lóðrétt hækkun: 330 m. Áætlaður ferðatími: 5-7 klst. Hugsanlega þarf að vaða eina á og ekki verra að vera með vaðskó.
Fararstjórn og leiðsögn: Ósk Helgadóttir og Hermann R. Herbertsson.
Verð: 6.500 fyrir félagsmenn og maka og 8.000 fyrir aðra. Innifalið: Rúta, fararstjórn og leiðsögn.

Skráning

4. áfangi: Sunnudaginn 22. ágúst: Gengið úr Bárðardal austur yfir Fljótsheiði í Mývatnssveit.
Brottför kl. 08.00 í rútu frá FFA, Strandgötu 23. Ekið austur í Bárðardal. Frá brúnni yfir Skjálfanda­fljót hjá Stóruvöllum er gengið að bænum Sandvík og austur á Fljótsheiði. Gengið verður á Jafnafell (500 m) en af fellinu er mjög víðsýnt. Síðan er gengið að býlinu Stöng og að Helluvaði í Mývatnssveit. Ferðinni lýkur með sögustund og fótabaði í Laxá. Rúta sækir hópinn í Helluvað. Staðkunnugur fararstjóri mun segja frá áhugaverðum þáttum úr sögu heiðarinnar.
Vegalengd: 20 km, lóðrétt hækkun: 300 m. Áætlaður ferðatími: 9-11 klst.
Fararstjórn og leiðsögn: Ingvar Teitsson.
Verð: 6.500 fyrir félagsmenn og maka og 8.000 fyrir aðra. Innifalið: Rúta, fararstjórn og leiðsögn.

Skráning