Afmælishátíð í Herðubreiðarlindum

Afmælishátíð í Herðubreiðarlindum, 50 ár frá friðlýsingu svæðisins

Í ár eru 50 ár frá því Herðubreiðarlindir voru friðlýstar. Af því tilefni verður haldin afmælishátíð í Herðubreiðarlindum laugardaginn 27. júlí.

Fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna yfir daginn, ásamt kvöldskemmtun. Lifandi tónlist, skemmtileg fræðsludagskrá, veitingar, leikir og margt fleira.

Dagskráin hefst kl. 14 og stendur til kl. 17. en upp úr því verður kveikt upp í grillinu. Kvöldvaka hefst svo kl. 19:30 með fjöldasöng og fleiru skemmtilegu.

Lifandi tónlist, skemmtileg fræðsludagskrá, veitingar, leikir og margt fleira.

Við hvetjum alla til að koma og gera sér glaðan dag (eða helgi) - hægt verður að tjalda á tjaldsvæðinu og einnig panta gistingu í Þorsteinsskála, nánari upplýsingar um gistingu hér 

Við gerum ráð fyrir að dagskrá hefjist kl. 14 og standi til kl. 17. Eftir það verður frjáls tími, kol sett í grillið og fólk getur komið með eitthvað til að grilla ef það vill. Um kl. 19 hefst svo kvöldvaka sem verður fram á kvöld.

Fyrirspurn um SKÁLAgistingu