Barna- og fjölskylduferð: Sólstöðuferð á Haus - aflýst

Barna- og fjölskylduferð: Haus. Sólstöðuferð

Brottför kl. 21 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Herdís Zophoníasdóttir
Ekið er inn Eyjafjarðarsveit að austnaverðu við Öngulsstaði þar er beygt til vinstri og ekið eftir malarvegi aðumarbústað sem nefnist Sel, lagt á bílastæði sem þar er og gangan hefst.  Gengið er eftir stikaðri leið af vörðunni á Haus sem er fyrsti áfanginn þegar gengið er á Staðarbyggðarfjall. Þaðan er frábært útsýni og gaman að njóta með börnum á fallegu sumarkvöldi. 
Vegalengd 3,3 km. Gönguhækkun 270 m. 
Ferðin tekur 2 - 3 klst.
Þátttaka ókeypis. 
ATH. Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.

Skráning