- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
7. júní, sunnudagur
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Gunnar Már Gunnarsson
Bryðja var tröllkerling sem átti heima í Bryðjuskál í fjallinu fyrir ofan Munkaþverá. Gengið er upp frá bænum Sigtúnum um gróið land, upp með Smáragili þar sem má sjá fossaröð, þar á meðal Silfurfoss. Öll ferðin er nokkuð á fótinn. Farið verður rólega til að njóta ferðarinnar. Sama leið farin til baka.
Gönguhækkun: 270 m.
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.