Fjörður og Látraströnd -skálaferð

Fjörður og Látraströnd. Skálaferð  Nýtt

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hermann Gunnar Jónsson
Verð: 29.000/24.500. Innifalið: Fararstjórn, gisting og rúta út í Fjörður og frá Svínárnesi á Látraströnd.
Staðfestingargjald 4.000 kr.
Gist í skálum á Þönglabakka og Látrum. Ekið til Grenivíkur, mæting kl. 10 á veitingastaðinn Mathúsið þar sem er farið yfir áætlun næstu daga. Krefjandi ferð um eyðibyggðir, fjöll og fallega náttúru við ysta haf.
1.d. (föstudagur) Grenivík - Gil - Þönglabakki: Ekið með hópferðabíl norður Leirdalsheiði út í Gil, þar sem gangan hefst og er haldið út í Tindriðastaði og í Þönglabakka. Kvöldganga á Þorgeirshöfða/Eyrarhöfða fyrir þá sem vilja. Vegalengd 13 km. Gönguhækkun 318 m.
2.d. Þönglabakki - Keflavík - Látur: Frá Þönglabakka er gengið í Botn, um Botnsfjall, Blæjukamb og fram á Hnjáfjall og Messuklett á austurbrún Keflavíkurdals. Gengið er niður í Keflavíkurdalinn áður en haldið er upp í Skipið og þaðan um Þinghól og Skarðsdal upp í Uxaskarð. Þaðan er gengið niður í Fossdal og að Látrum. Vegalengd 18 km. Gönguhækkun um 1000 m.
3.d. Látur - Grenivík: Haldið sem leið liggur inn yfir Látrakleifar og suður Látraströnd. Í Svínárnesi bíður bíll sem flytur hópinn til Grenivíkur þar sem ferðalangar geta farið í sund áður en snæddur verður sameiginlegur kvöldverður á Mathúsi. Vegalengd 14 km. Gönguhækkun 400 m. Þessa ferð þarf að greiða að fullu tveimur dögum fyrir brottför. ATH. Takmarkaður fjöldi.

Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur og eins metra fjarlægð, gæta hreinlætis og hafa handspritt meðferðis.

Skráning