Flateyjardalur: Fjallahjólaferð á rafhjóli

Ferðinni hefur verið aflýst!

Flateyjardalur: Fjallahjólaferð á rafhjóli

Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum eða jepplingum) frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Stefán Sigurðsson
Ekið er að Þverá í Dalsmynni og farinn Flateyjardalsvegur niður Almannakamb. Þaðan er svo hjólað norður að sjávarkambi neðan Brettingsstaða en kamburinn er ófær öllum farartækjum nema fjórhjóladrifnum bílum. Á leiðinni til sjávar er hjólaður jeppaslóði sem sums staðar er talsvert grýttur. Hjóla þarf yfir tólf lítil vatnsföll, læki og smásprænur.
Vegalengd alls 42 km. Óveruleg hækkun er á þessari leið. Þeir sem eiga festingu fyrir hjól nota hana, aðrir geta fengið hjólin flutt á hjólakerru.

Tillaga fararstjóra að skófatnaði: gönguskór og legghlífar (en enginn er verri þótt hann vökni).
Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á hjólakerru fyrir þá sem þurfa.

Búnaðarlisti