Fremstafell – Barnafoss – Barnafell – Fellsskógur

Fremstafell – Barnafoss – Barnafell – Fellsskógur  

13. júní, laugardagur
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Jónas Jónsson
Ekið að Fremstafelli í Kinn. Þaðan er gengið að Barnafossi og haldið svo áfram eftir skógarstíg meðfram Skjálfandafljóti. Gengið aðeins upp í Fellið og svo samhliða því alveg að norðurenda þess. Síðan er gengið að Ljósvetningabúð þar sem bílarnir voru skildir eftir. Ef vel viðrar verður gengið upp á Ytri-Hnjúkinn. Heyrum sögur af svæðinu auk þess að virða fyrir okkur stórkostlegt útsýnið en frá Kinnarfelli er mikið útsýni í allar áttir. Horfum yfir Skjálfandafljót og sjáum m.a. Ullarfoss.
Ekkert drykkjarvatn er á leiðinni. Selflytja þarf bíla á milli Fremstafells og Ljósvetningabúðar.
Vegalengd: 12–13 km. Gönguhækkun: 250–300 m.
Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð