- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
29. ágúst, laugardagur
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: sr. Þorgrímur G. Daníelsson
Safnast saman í bíla ef vill. Athugið að best er að vera á jeppa en sennilega er nóg að vera á jepplingum.
Ekið að mynni Gæsadals og þaðan gengið inn dalinn yfir skriðurnar austan árinnar og síðan upp úr honum að austanverðum. Þegar upp er komið er skoðaður dálítill gígur með fallegu fjallavatni og síðan gengið á tind Gæsafjalla, þar sem er eitt besta útsýni þingeyskra heiða. Af tindinum er gengið niður í Skessuskál og þaðan aftur að bílunum.
Vegalengd: 15 km. Gönguhækkun: 450 m.
Verð: 5.200 / 6.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.