Gásir - fjöruferð

Fjölskylduferð í fjöruna við Gásir skor

Mæting kl. 17 á bílastæðið við Gásir.
Fararstjóri: Brynhildur Bjarnadóttir náttúrufræðingur.
Frí ferð, engin skráning, allir velkomnir.

Við ætlum að taka skemmtilegt rölt um fjöruna á Gásum, kíkja undir steina og finna marflær, skoða þang, skeljar og annað sem einkennir fjörur. Veltum fyrir okkur fuglalífinu í fjörunni og lífverunum sem lifa í sjónum. Gott að taka með sér háfa, lítil plastílát (tómar skyrdollur) og stækkunargler. Litlir fætur eru hvattir til að vera í stígvélum. Tilvalin fjölskylduferð.  Gerum ráð fyrir að vera 1,5 tíma í fjörunni.