Gönguvika: Uppsalahnjúkur

Uppsalahnjúkur     -

25. júní, fimmtudagur
Brottför kl. 17
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Arnar Bragason
Ekið er að Öngulstöðum 4 og þaðan að sumarhúsinu Seli. Gengið er til suðurs upp á Haus þar sem er varða og áfram inn eftir fjallinu um greiðfær holt og stefnt austanvert við hnjúkinn. Síðan er gengið upp norðaustur hrygg fjallsins uns komið er á hnjúkinn. Útsýni hér er mikið yfir héraðið.
Vegalengd: 9 km. Gönguhækkun: 870 m.
Þátttaka ókeypis

Skráning í ferð