Helgarferð í Botna

Helgarferð í Botna

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Anke Maria Steinke.
Ekið í Svartárkot. Gengið í Botna, skála FFA í Suðurárbotnum, gist þar og farið til baka næsta dag. Ferðast verður um heillandi víðáttu hálendisins þar sem haustlitirnir skarta sínu fegursta á þessum árstíma og aldrei að vita nema norðurljósin láti sjá sig.
Vegalengd alls 19 km. Gönguhækkun lítil.
Verð: 10.000/12.000. Innifalið: Fararstjórn og gisting í eina nótt.
Þessa ferð þarf að greiða að fullu viku eftir skráningu, krafa verður stofnuð í netbanka. Sjá nánar um greiðsluskilmála hér

Búnaðarlisti

Skráning