Helgarferð í Herðubreiðarlindir og Öskju - rútuferð

Helgarferð í Herðubreiðarlindir og Öskju - rútuferð

Brottför kl. 8.00 frá skrifstofu FFA, Strandgötu 23, laugardaginn 15. ágúst.
Fararstjórn og leiðsögn: Þuríður A. Hallgrímsdóttir.
Verð: 7.000 kr. fyrir fullorðna í skála en 4.500 kr. fyrir gistingu í tjaldi og aðgang að skálanum. Frítt er fyrir börn að 18 ára aldri í fylgd með fullorðnum í ferðina. Athugið að takmarkað framboð er af gistingu í skála. Innifalið: rúta, leiðsögn, gisting og aðstaða til að grilla. 

Ferðafélag Akureyrar býður upp á helgarferð í Herðubreiðarlindir og Öskju helgina 15. -16. ágúst. Lagt verður af stað með rútu frá Akureyri kl. 8.00 á laugardagsmorgni og ekið sem leið liggur í Öskju með viðkomu í Herðubreiðarlindum. Gengið verður að Öskjuvatni en frá Vikraborgum er u.þ.b. 30 mín. gangur inn að Öskjuvatni og Víti. Gist verður í Herðubreiðarlindum.

Á sunnudagsmorgun verða gönguferðir í Herðubreiðarlindum og ekið heimleiðis um hádegisbil með viðkomu m.a. í Tumba og í Sæluhúsinu við Jökulsá. Áætluð heimkoma er kl. 19. 00 á sunnudag. 

Ferðalangar þurfa að taka með sér nesti, þar á meðal kvöldverð fyrir laugardagskvöldið en hægt verður að grilla á sameiginlegu grilli. Fatnaður eftir veðri. Gott að hafa góða skó.

Akureyrarbær styrkir ferðina.

Skráning