Heljardalsheiði -sjá Mosi gönguskíðaferð

Heljardalsheiði. Gönguskíðaferð skidiskidiskidi

Brottför kl. 8.45 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn:
Þátttaka ókeypis.
Gangan hefst við bílastæði neðan Atlastaða í Svarfaðardal. Farið yfir göngubrú á Skallá, gengið fram Neðri-Hnjóta að rótum heiðarinnar og upp Möngubrekkur, allt að Stóruvörðu þar sem Heljuskáli, skáli Ferðafélags Svarfdæla, stendur á sýslumörkum. Þar er áð og nesti snætt. Síðan er haldið aftur til byggða. Greiða þarf aðstöðugjald í Heljuskála. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag Svarfdæla. Vegalengd 16 km. Gönguhækkun 685 m.

Skráning