- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Húsavík – Botnsvatn. Haustlitaferð ![]()
19. september, laugardagur
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjórn: Margrét K. Jónsdóttir
Safnast saman í bíla ef vill.
Ekið til Húsavíkur. Gengið er eftir göngustíg sem liggur í fjallinu bláa, Húsavíkurfjalli. Gengið upp að Botnsvatni og hringinn í kringum vatnið eftir þægilegum göngustíg. Þaðan liggur leiðin niður með ánni og í gegnum Skrúðgarðinn. Mjög falleg leið. Gangan tekur 2–3 klst.
Eftir ferðina geta þau sem vilja gengið út að Gatklettinum við Bakka með fararstjóra.
Vegalengd alls 11 km. Gönguhækkun: 310 m.
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.