- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Hvalvatnsfjörður. Rafhjólaferð ![]()
16. ágúst, sunnudagur
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjórn: Jón M. Ragnarsson og Stefán Sigurðsson
Safnast saman í bíla ef vill.
Ekið verður sem leið liggur í átt að Grenivík og ekið inn á Leirdalsheiði. Hjólin tekin af við Gljúfurá á Leirdalsheiði. Síðan er hjólað út Hvalvatnsfjörð með sínu stórkostlega útsýni.
Hjólað í 3–4 klst með stoppum.
Vegalengd: 37–42 km. Hækkun er töluverð á þessari leið sérstaklega á leiðinni til baka
Gott er að hafa með sér vaðskó þar sem hugsanlega þarf að vaða yfir eitt vatnsfall.
Þeir sem eiga flutningsfestingu fyrir hjól nota hana, aðrir geta fengið hjólin flutt á hjólakerru.
Verð: 6.200 / 7.900 kr. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á hjólakerru fyrir þá sem þurfa.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.