Leirhnjúkur – Reykjahlíð – Hlíðarfjall

Leirhnjúkur – Reykjahlíð – Hlíðarfjall  

30. maí, laugardagur
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Ingibjörg Elín Jónasdóttir
Ekið að bílastæði við Leirhnjúk norðan Kröfluvirkjunar. Fyrst er gengið að sprengigígnum Víti og þaðan að Leirhnjúk. Frá Leirhnjúk er farin stikuð leið til Reykjahlíðar sem fylgir að mestu hrauninu frá 1727 sem kallast Eldá. Leiðin liggur við suðurrætur Hlíðarfjalls og hægt að hafa viðkomu á fjallinu.
Vegalengd: 15 km. Gönguhækkun: Engin hækkun, en 300 m hækkun ef gengið er á Hlíðarfjall; val um það. Selflytja þarf bíla á milli Reykjahlíðar og Leirhnjúks
Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð