- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Málmey. Saga, náttúra og menning ![]()
20. júní, laugardagur
Mæting við kirkjuna á Hofsósi kl. 9:30. Báturinn fer kl. 10.
Fararstjórn: Herdís Zophoníasdóttir
Siglt er frá Hofsósi út í Málmey með Drangey Tours. Fararstjóri hittir hópinn við kirkjuna á Hofsósi og leiðir hópinn að bátnum. Fjölbreytt fuglalíf er í eynni, merkileg saga og náttúra. Gengið um eyjuna í um tvo tíma í fylgd staðkunnugs leiðsögumanns. Farið verður í útsýnissiglingu að Þórðarhöfða þar sem er stórkostlegt stuðlaberg og Drangey er einnig í sjónmáli. Sjóferðin tekur 4–5 klst.
Verð: 28.000 / 32.000 kr. Innifalið: Sigling, fararstjórn og leiðsögn á leiðinni og í eynni.
Greiða þarf staðfestingargjald vegna skráningar í þessa ferð kr. 5.000 í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka. Þessa ferð þarf síðan að greiða að fullu þremur dögum fyrir brottför. Krafa verður stofnuð í netbanka.
ATH. Takmarkaður fjöldi, hámarksfjöldi í bátinn er 17 manns.