Moldhaugnaháls – Litli Hnjúkur

Moldhaugnaháls – Litli Hnjúkur  

5. júlí, sunnudagur
Brottför kl. 9
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Árni Arnsteinsson á Grjótgarði
Ekið að bænum Moldhaugum þar sem bílar eru skildir eftir og gangan hefst. Gengið er um móa og mela þar til komið er á hrygg Moldhaugnahálsins. Þaðan er háhryggnum fylgt með útsýni til beggja átta uns komið er á Litla Hnjúk (790 m hár). Þeir sem ekki vilja fara alla leið geta alltaf snúið við. Farið verður rólega og sögur sagðar á leiðinni og jafnvel farnir einhverjir útúrdúrar, allt eftir því hvað fararstjóra dettur í hug og aðstæður leyfa. Þetta er þægileg ganga upp eftir hálsinum og er síðasti spölurinn á Litla Hnjúk nokkuð grýttur. Sama leið farin til baka.
Vegalengd: 10–12 km. Gönguhækkun: 690 m allt eftir því hve hátt fólk vill fara.
Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð