Núvitund í náttúrunni hefst 27. ágúst 2025

Núvitund í náttúrunni haust 2025

Farið verður í léttar gönguferðir þar sem þátttakendur eru leiddir í gegnum núvitundaræfingar úti í náttúrunni. Áhersla er lögð á að hægja á sér, taka eftir umhverfinu og upplifa augnablikið með öllum skilningarvitum.

Hughrifin af náttúrunni eru efld með því að beina sjónum að landslagi og umhverfi, hlusta á hljóðin í náttúrunni, finna lykt í loftinu, bragð í munni og snertingu við jörðina. Þátttakendur læra einnig einfaldar núvitundaraðferðir, svo sem meðvitaða öndun og skynjunaræfingar, sem hjálpa þeim að tengjast náttúrunni á dýpri og meðvitaðri hátt.

Sjá nánar og skráning