Opið hús hjá FFA: Lesið í minjalandslag

Lesið í minjalandslag 

Opið hús hjá FFA í Strandgötu 23, fimmtudaginn 13. apríl kl. 20:00
Árni Einarsson heldur erindi um minjalandslag í norðlenskum sveitum.
Hver hefur ekki rekist á mannvistarleifar á ferðum um landið, vallgrónar tóftir og garðlög, oft langt frá núverandi byggð. Stundum fylgir þeim saga, en eins er víst að engum sögum fari af minjunum sökum þess hve fornar þær eru. Árni Einarsson hjá Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn hefur kortlagt minjar víða um land og mun halda erindi hjá FFA um minjalandslag í norðlenskum sveitum. Markmiðið er að gefa yfirsýn, sem gagnast ferðalöngum í skoðunarferðum um sveitirnar, yfir einkenni minja og sögulegt samhengi þeirra.

Kaffi og spjall á eftir.
Öll velkomin.