Hjóla- og gönguferð

Hjóla- og gönguferð   skorskor

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórar: Stefán Sigurðsson og Ingimar Árnason.
Verð: 3.500/2.000.  Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum.
Stefnt er að því að hjóla hringinn í Svarfaðardal sem er 26 km. Hækkun á leiðinni er óveruleg.
Stoppað verður á nokkrum stöðum þar á meðal við Húsabakka og gengið yfir í friðland Svarfdæla og yfir hengibrúna sem liggur yfir í Hánefsstaðaskóg. Þar snæðir fólk nesti. Hjólað til baka að bílunum. Gert er ráð fyrir að ferðinni ljúki um kl. 13. Hafið með ykkur nesti, góðan hlífðarfatnað og handspritt.

Skráning