Skuggabjargaskógur - haustlitaferð

Skuggabjargaskógur - haustlitaferð  

Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir

Ekið að Draflastöðum og gengið þaðan út hlíðina og upp á Múlana og skógræktin skoðuð. Síðan út að Skuggabjörgum þar sem staldrað verður við hjá gömlu bæjarrústunum. Til baka verður neðri leiðin farin, skógargróður skoðaður og hugað að hrútaberjum ef vill. Þá verður haldið að Draflastöðum, þar sem gott væri að fá sér kaffisopa.

Vegalengd: 14 km. Gönguhækkun: 200 m.

Þátttaka ókeypis

Skráning í ferð

 

skráning í ferð

 

Búnaður

 

Miðlungserfiðar ferðir: Miðlungslangar dagleiðir, yfirleitt 5 - 7 klst. oftast utan slóða og/eða í hæðóttu landi. Bakpoki þarf ekki að vera þungur. Engar eða auðveldar ár. Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun.

Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:
Góðir gönguskór sem ætlaðir eru til dagsferða með góðum stuðningi
Göngustafir ef vill
Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf
Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi
Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi og verkjalyf og annað smálegt
Viðeigandi fatnaður, hlífðarföt, regnföt (vaðskór ef gefið er upp að það þurfi að vaða)
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (gott að hafa orkuríkt nesti og göngunasl)
Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, auka sokkar, buff og brodda; svokallaðir Esjubroddar eiga að duga í svona ferð.