Skuggabjargaskógur - haustlitaferð

Skuggabjargaskógur - haustlitaferð  

Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir

Ekið að Draflastöðum og gengið þaðan út hlíðina og upp á Múlana og skógræktin skoðuð. Síðan út að Skuggabjörgum þar sem staldrað verður við hjá gömlu bæjarrústunum. Til baka verður neðri leiðin farin, skógargróður skoðaður og hugað að hrútaberjum ef vill. Þá verður haldið að Draflastöðum, þar sem gott væri að fá sér kaffisopa.

Vegalengd: 14 km. Gönguhækkun: 200 m.

Þátttaka ókeypis

skráning í ferð

búnaðarlisti