- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Skuggabjargaskógur: Rafhjólaferð á fjallahjóli ![]()
19. júlí, sunnudagurhttps://www.ffa.is/is/ferdaaaetlun/erfidleikastig
Safnast saman í bíla ef vill.
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjórn: Jón M. Ragnarsson og Stefán Sigurðsson
Ekið að námunni við Víkurskarð og hjólað norður að Draflastöðum. Áfram er haldið í gegnum Melaskóg og Skuggabjargaskóg, um Dalsmynni og meðfram Fnjóská að brúnni. Síðan er hjólaður stuttur spotti á þjóðveginum á byrjunarreit og haldið heim.
Þeir sem eiga flutningsfestingu fyrir hjól nota hana, aðrir geta fengið hjólin flutt á hjólakerru.
Vegalengd: 40–45 km. Hækkun er viðráðanleg á þessari leið.
Gert ráð fyrir að hjólað sé í þrjár klukkustundir en ferðin verði fjórar klukkustundir með stoppum og nestispásu, síðan bætist bílferðina við.
Verð: 6.200 / 7.700 kr. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á hjólakerru fyrir þá sem þurfa.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.