Strandir, Reykjarfjörður og nágrenni

Strandir, Reykjarfjörður og nágrenni  Deildaferð

Bækistöðvarferð þar sem siglt er í hinn dásamlega Reykjarfjörð á Ströndum og gist þar í 3 nætur. Gengið um nágrennið með léttar byrðar á daginn og lúin bein hvíld í heitri laug og potti á kvöldin. Svefnpokagisting í húsi. Sameiginlegur matur er ekki innifalinn í verði. Nóttina áður en siglt er í Reykjarfjörð er gist í húsi FÍ að Valgeirsstöðum í Norðurfirði.

Mæting fyrir kl. 18 á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði.
Fararstjórn: Ólöf Sigurðardóttir og Jón Örn Guðbjartsson.
Verð: 85.000/80.000. Innifalið: Fararstjórn, gisting, sigling og söguganga.
Staðfestingargjald 12.000 kr.
1.d. (laugardagur) Þátttakendur koma að Valgeirsstöðum. Um kvöldið er fundað um skipulag næstu daga.
2.d. Siglt frá Norðurfirði í Reykjarfjörð. Eftir að hópurinn hefur komið sér fyrir er farið í göngu um svæðið undir leiðsögn heimamanns.
3.d. Gengið í Þaralátursfjörð, á Hvítsanda og um Kerlingarvík til baka. 4-5 klst.
4.d. Gengið um Sigluvík á Geirólfsnúp, hækkun 332 m. 6-7 klst.
5.d. Létt ganga ef tími vinnst til áður en siglt er til baka í Norðurfjörð.
ATH. Takmarkaður fjöldi.

Skráning